Fréttir 2020, Verkefni

Tungldagbók

Að fylgjast með tunglinu þegar byrjar að dimma er tilvalið verkefni. Það sem þarf til er svartur pappír, hvítur trélitur, saumnál, síl eða annað verkfæri til að gera göt og tvinna. Pappírinn er brotin í það form sem hverjum hentar. Nálarför eru gerð í kjölinn og blöðin saumuð saman. Á morgnanna eða á kvöldin er horft til himins og teiknuð mynd af tunglinu. Á blaðsíðunni er skrifuð dagsetning og tímasetning. Með þessum hætti er hægt er að fylgjast með kvartilaskiptum tungslins með skemmtilegum og skapandi hætti.