Fréttir 2024

Nýsköpunarstyrkur Mosfellsbæjar 2024

Nýsköpunarstykur Mosfellsbæjar 2024

Verkefnið Náttúrumeðferð fyrir ungmenni sem fást við fjölþættan vanda hlaut nýsköpunarstyrk Mosfellsbæjar 2024 og byggist á hugmynd hópmeðlima um heildræna meðferðarsýn þar sem útivera, sagnahefðir og þær áskoranir sem hópurinn tekst á við, líkamlega og andlega muni leggja grunninn að samtali ungmennis við jafningja og leiðbeinendur með sjálfsuppbyggingu einstaklingsins að leiðarljósi. Stefnt er að því að fyrsta hópleiðsögnin verði farin sumarið 2025.  Sjá sumarnámskeið á heimasíðu Mosfellsbæjar

Markmið verkefnisins er að rjúfa einangrun og styrkja heilbrigða sjálfsmynd ungmenna með því að notast við útivist og náttúrumeðferð í að tengja ungmenni við innri og ytri áhrifaþætti.  Úrræðið getur aðstoðað ungmenni í að byggt upp færni þeirra og þau fengið viðurkenningu á eigin virði og mikilvægi. Munu þau ungmenni sem sækja í úrræðið og fjölskyldur þeirra njóta töluverðs hags af verkefninu en áhrif þess á samfélagið geta verið víðtækari; dregið úr sjálfsvígstíðni, stytt biðlista eftir öðrum sértækum úrræðum, rofið félagslega einangrun og dregið úr álagi á velferðar- og heilbrigðiskerfi.

Hópurinn samanstendur af Hildi Margrétardóttir, Ívari Zophanías Sigurðsyni, Matthew Miller og Snorra Sigurðarsyni Hertervig.