Ganga með 10. bekk í Lapplandi

Náttúruspekingurinn tók þátt skipulögðu skólaferðalagi 10.bekkjar við Kristofferskolan í Bromma, Stockholmi. Marja Ros-Pehrson, bekkjarkennari og náttúrufræðingur hafði umsjón með ferðinni og skipulagði jarðfræðinám nemenda í virkri útiveru. Nemendur skráðu og skissuðu í ferðadagbók undir leiðsögn kennara, skoðuðu hella, gengu að gömlu jökullóni og nutu þess að leika sér í ósnortinni náttúru Björkliden. Lokahnykkurinn á skólaferðalaginu var ganga að fjallastöðinni í Låktatjåkko sem er í 1228 m yfir sjávarmáli.