Soleggen skólabúðir fyrir nemendur á unglingastigi

Náttúruspekingurinn heimsótti sjálfseignarstofunina Soleggen sem rekur skólabúðir fyrir nemendur á unglingastigi í mars. Leiðbeinendur standa að kennslu og er lögð áhersla á að nemendur taki virka þátt í útivist og fá tækifæri á að stunda reynslumiðað nám í náttúrulegu umhverfi 957 m yfir sjávarmáli. Skólabúðirnar eru staðsettar í um 10km fjarlægð frá Lom, á gömlu sæluhúsasvæði búfjárbænda sveitarinnar. Nemendur taka þátt í athöfnum sem veitir þeim grunnþekkingu á árstíðabundnum útivistagreinum svo sem skíðagöngu, dorga í gegnum ís og byggja snjóhús (að vetri til!!). Markmið er að mæta norsku hæfniviðmiðum 7. og 10. bekkjar í skólaíþróttum en þar er meðal annars stefnt að „Stunda útivist á mismunandi árstímum, framkvæma næturgistingu í tjaldi og íhuga hvaða áhrif náttúruupplifanir geta haft á mann sjálfan og aðra.“