Nýlega var gefin út kennsluefni þar sem safnað hefur verið saman verkefnum fyrir grunnskólakennara er tengjast skógi og skógarnytjum. Verkefnin eru uppbyggð til að tengja nemendur við skóginn og sjá fegurð hans og notagildi í margvíslegum myndum. Hægt er að nálgast skógarverkefnabankan á vef Menntamálastofnunnar.
Lesið í skóginn er fræðsluverkefni sem Skógrækt Ríkisins stjórnar í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, Náttúruskóla Reykjavíkur, Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Skógræktarfélagi Reykjavíkur og ýmsum leik- og grunnskólum.