Fréttir 2020

Smásagnakeppni KÍ

Kennarasamband Íslands  blæs til Smásagnasamkeppni KÍ sjötta árið í röð.

Kennarar á öllum skólastigum eru hvattir til að láta nemendur vita af keppninni og jafnvel má nýta hana í skólastarfinu.

Þema keppninnar er sem fyrr tengt skólanum en smásagnahöfundar hafa að sjálfsögðu frelsi í efnistökum. Náttúran getur verið innblástur og um að gera að nýta einföld verkfæri skapandi skrifa sem kveikja. Nota umhverfið sitt sem innblástur, hlut, atburð eða minningu. Þrjú orð sem verða að koma fyrir í textanum er alltaf góð kveikja, t.d. bókasafn, mosi og steingervingur!