Námskeiðin eru hugsuð sem viðbót við bókleg úrræði kennslu. Henta einnig starfsfólki frístundamiðstöðva og leikskóla.
Hildur Margrétardóttir er myndlistarkona og Waldorfskólakennari. Hún hefur víðtæka reynslu í skapandi kennsluháttum og samþættingu kennslugreina við útinám, hvort sem er í náttúrufræði eða að hinum hefðbundnu bóklegu fögum svo sem íslensku, stærðfræði og erlendum tungumálum.
Norrænir Waldorfskólar og náttúruskólar eru framarlega í samþættingu námsgreina í útikennslu.  Námskeiðin eru undir áhrifum þessara kennslustofnnana ásamt annara fræðsluverkefna í útikennslu. Náttúruspekin leitar leiða til að sameina þá þekkingu sem er til staðar í útikennslu á Norðurlöndunum og staðfæra við íslenska náttúru og aðlaga að hæfniviðmiðum aðalnámskrár.