Náttúruspeki
Vefur um fjölbreytta kennsluhætti í grunnskóla með áherslu á náttúrufræði og útinám.

Náttúruspeki býður upp á endurmenntunarnámskeið fyrir grunnskólakennara.
Hildur Margrétardóttir er myndlistarkona og Waldorfskólakennari. Hún hefur víðtæka reynslu í skapandi kennsluháttum og samþættingu kennslugreina við útinám, hvort sem er í náttúrufræði eða að hinum hefðbundnu bóklegu fögum svo sem íslensku, stærðfræði og erlendum tungumálum.
NÁMSKEIÐ
Ýmsir skapandi kennsluhættir til að auka fjölbreytni í kennarastarfinu
Dýrafræði
Á námskeiðinu fá þátttakendur verkfæri til að skipuleggja kennsluáætlun í dýrafræði, þar sem lagt er áhersla á upplifunarnám og skapandi kennsluhætti. Farið verður í vettvangsferð þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja sig í spor nemenda og skrá eigin upplifanir.
Námsmarkmið:
Að vekja áhuga nemenda á náttúrunni og auka meðvitund þeirra á samhengi ólíkra náttúrufyrirbæra.
Hæfniviðmið aðalnámskrár:
Að nemandi
- geti skráð atburði og athuganir
- tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
- framkvæmt og útskýrt athuganir úti
- tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
- tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
- sýnt félögum og náttúru alúð
- lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi
Jarðfræði
Jarðfræðsaga Íslands er tiltölulega stutt miðað við aldur jarðarinnar. Einstakt tækifæri gefst til að kenna jarðfræði á Íslandi þar sem hin innri öfl jarðarinnar eru bersýnileg í umhverfinu. Á námskeiðinu er farið yfir myndun og mótun landsins með skapandi hætti og farið í vettvangsferð til að skoða jarðfræðileg fyrirbæri.
Námsmarkmið:
Að efla umhverfislæsi nemenda og gefa þeim tækifæri að læra í gegnum reynslu.
Hæfniviðmið aðalnámskrár:
Að nemandi
- geti skráð atburði og athuganir
- tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
- framkvæmt og útskýrt athuganir úti
- tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
- tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
- sýnt félögum og náttúru alúð
- lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi
Náttúrudagbók
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig nýta má náttúrudagbók til að efla umhverfislæsi nemenda og auka orðaforða í náttúrufræði. Farið verður í vettvangsferð þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja sig í spor nemenda og skrá eigin upplifanir.
Námsmarkmið:
Að vekja áhuga nemenda á náttúrunni og auka meðvitund þeirra á samhengi ólíkra náttúrufyrirbæra.
Hæfniviðmið aðalnámskrár:
Að nemandi
- geti skráð atburði og athuganir
- tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
- framkvæmt og útskýrt athuganir úti
- tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
- tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
- sýnt félögum og náttúru alúð
- lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi
Plöntufræði
Farið er yfir mismunandi leiðir til að kenna plöntufræði með skapandi hætti og í gegnum upplifunarnám. Þátttakendur á námskeiðinu fá tækifæri til að nýta nærumhverfið sem kennslustofu.
Hæfniviðmið aðalnámskrár:
Að nemandi
- geti skráð atburði og athuganir
- tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
- framkvæmt og útskýrt athuganir úti
- tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
- tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
- sýnt félögum og náttúru alúð
- lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi
Steinafræði
Á námskeiðinu er farið yfir helstu steinategundir Íslands, form þeirra og fegurð. Þátttakendur kynnast leiðum til að kveikja áhuga nemenda á margbreytileika steinaríkisins og vekja þau til vitundar um þann fjölbreytileika sem leynist við fætur þeirra. Farið verður í vettvangsferð þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja sig í spor nemenda og skrásetja eigin upplifanir.
Námsmarkmið:
Að vekja áhuga nemenda á fjölbreytileika náttúrfræðinnar.
Hæfniviðmið aðalnámskrár:
Að nemandi
- geti skráð atburði og athuganir
- tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
- framkvæmt og útskýrt athuganir úti
- tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
- tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
- sýnt félögum og náttúru alúð
- lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi
Umsjónarkennarinn
Meginmarkmið námskeiðsins er að umsjónakennari hvers bekkjarstigs fyrir sig öðlist dýpri innsýn í skólanámskrá Waldorfskólanna og auki hæfni sína í að samþætta skólanámskránna við aðalnámskrá grunnskólanna.
Námskeiðið fer fram að Álafossvegi 31 í Mosfellsbæ og stendur yfir í 3 klst í senn í þrjú skipti. Ítarefni, kennslugögn og kennsluáætlun fylgir.
NÝTT Á DÖFINNI
FRÉTTIR
Áhugavert efni sem tengist náttúruspeki og kennslu
07
apr
Fugl ársins 2021
Nú stendur yfir kosning um fugl ársins hjá Fuglavernd.
Stefnt er að því að keppnin verði árviss viðburður og er tilgangur hennar að ...
11
okt
Stjörnukort
Í hverjum mánuði birtir Stjörnufræðivefurinn kort fyrir himininn líkt og hann birtist okkur hér á norðurhjara veraldar. Hægt er að pren...
08
okt
Náttúruspeki fer í loftið
Í dag, 8. október 2020 er fyrsti dagur natturuspeki.is á netinu. Eftir að hafa skoðað stöðu himintunglana og lesið grein Meyvants Þóról...
Error validating access token: The session has been invalidated because the user changed their password or Facebook has changed the session for security reasons.