Náttúruspeki

Vefur um fjölbreytta kennsluhætti í grunnskóla með áherslu á náttúrufræði og útinám.
Náttúruspeki býður upp á endurmenntunarnámskeið fyrir grunnskólakennara.
Hildur Margrétardóttir er myndlistarkona og Waldorfskólakennari. Hún hefur víðtæka reynslu í skapandi kennsluháttum og samþættingu kennslugreina við útinám, hvort sem er í náttúrufræði eða að hinum hefðbundnu bóklegu fögum svo sem íslensku, stærðfræði og erlendum tungumálum.

NÁMSKEIÐ

Ýmsir skapandi kennsluhættir til að auka fjölbreytni í kennarastarfinu

Dýrafræði

24.800 kr.
Á námskeiðinu fá þátttakendur verkfæri til að skipuleggja kennsluáætlun í dýrafræði, þar sem lagt er áhersla á upplifunarnám og skapandi kennsluhætti. Farið verður í vettvangsferð þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja sig í spor nemenda og skrá eigin upplifanir. Námsmarkmið: Að vekja áhuga nemenda á náttúrunni og auka meðvitund þeirra á samhengi ólíkra náttúrufyrirbæra.    Hæfniviðmið aðalnámskrár: Að nemandi
  • geti skráð atburði og athuganir
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • framkvæmt og útskýrt athuganir úti
  • tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • sýnt félögum og náttúru alúð
  • lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi
 

Jarðfræði

24.800 kr.
Jarðfræðsaga Íslands er tiltölulega stutt miðað við aldur jarðarinnar.  Einstakt tækifæri gefst til að kenna jarðfræði á Íslandi þar sem hin innri öfl jarðarinnar eru bersýnileg í umhverfinu. Á námskeiðinu er farið yfir myndun og mótun landsins með skapandi hætti og farið í vettvangsferð til að skoða jarðfræðileg fyrirbæri. Námsmarkmið: Að efla umhverfislæsi nemenda og gefa þeim tækifæri að læra í gegnum reynslu.   Hæfniviðmið aðalnámskrár: Að nemandi
  • geti skráð atburði og athuganir
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • framkvæmt og útskýrt athuganir úti
  • tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • sýnt félögum og náttúru alúð
  • lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi
 

Náttúrudagbók

19.800 kr.
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig nýta má náttúrudagbók til að efla umhverfislæsi nemenda og auka orðaforða í náttúrufræði.  Farið verður í vettvangsferð þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja sig í spor nemenda og skrá eigin upplifanir. Námsmarkmið: Að vekja áhuga nemenda á náttúrunni og auka meðvitund þeirra á samhengi ólíkra náttúrufyrirbæra.    Hæfniviðmið aðalnámskrár: Að nemandi
  • geti skráð atburði og athuganir
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • framkvæmt og útskýrt athuganir úti
  • tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • sýnt félögum og náttúru alúð
  • lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi
 

Plöntufræði

24.800 kr.
Farið er yfir mismunandi leiðir til að kenna plöntufræði með skapandi hætti og í gegnum upplifunarnám. Þátttakendur á námskeiðinu fá tækifæri til að nýta nærumhverfið sem kennslustofu. Hæfniviðmið aðalnámskrár: Að nemandi
  • geti skráð atburði og athuganir
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • framkvæmt og útskýrt athuganir úti
  • tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • sýnt félögum og náttúru alúð
  • lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi
 

Steinafræði

24.800 kr.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu steinategundir Íslands, form þeirra og fegurð.  Þátttakendur kynnast leiðum til að kveikja áhuga nemenda á margbreytileika steinaríkisins og vekja þau til vitundar um þann fjölbreytileika sem leynist við fætur þeirra. Farið verður í vettvangsferð þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja sig í spor nemenda og skrásetja eigin upplifanir. Námsmarkmið: Að vekja áhuga nemenda á fjölbreytileika náttúrfræðinnar. Hæfniviðmið aðalnámskrár: Að nemandi
  • geti skráð atburði og athuganir
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • framkvæmt og útskýrt athuganir úti
  • tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • sýnt félögum og náttúru alúð
  • lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi
 

Umsjónarkennarinn

49.800 kr.
Meginmarkmið námskeiðsins er að umsjónakennari hvers bekkjarstigs fyrir sig öðlist dýpri innsýn í skólanámskrá Waldorfskólanna og auki hæfni sína í að samþætta skólanámskránna við aðalnámskrá grunnskólanna. Námskeiðið fer fram að Álafossvegi 31 í Mosfellsbæ og stendur yfir í 3 klst í senn í þrjú skipti. Ítarefni, kennslugögn og kennsluáætlun fylgir.
NÝTT Á DÖFINNI

FRÉTTIR

Áhugavert efni sem tengist náttúruspeki og kennslu