Dýrafræði

32.500 kr.

Á námskeiðinu fá þátttakendur verkfæri til að skipuleggja kennsluáætlun í dýrafræði, þar sem lagt er áhersla á upplifunarnám og skapandi kennsluhætti. Farið verður í vettvangsferð þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja sig í spor nemenda og skrá eigin upplifanir.

Námsmarkmið:

Að vekja áhuga nemenda á náttúrunni og auka meðvitund þeirra á samhengi mismunandi náttúrufyrirbæra.   

Hæfniviðmið aðalnámskrár:

Að nemandi

  • geti skráð atburði og athuganir
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • framkvæmt og útskýrt athuganir úti
  • tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • sýnt félögum og náttúru alúð
  • lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi

 

Vöruflokkur:
Nánari lýsing

Dýrafræði

Á námskeiðinu er kennurum kynntar listrænar leiðir og hugleiðsluaðferðir sem nýtast í kennslu í dýrafræði á yngsta og miðstigi grunnskóla.

Lágmark 3 þátttakendur.

Námskeiðið fer fram að Álafossvegi 31 í Mosfellbæ.  Námskeiðið stendur yfir í 3 klst. Ítarefni fylgir.

Möguleiki er á að panta sérsniðið námskeið sem tekur tillit til nærumhverfi skóla.

Þátttakendur þurfa að hafa eftirfarandi með sér á námskeiðið:

  • Skriffæri
  • Liti eða litblýanta
  • Skissubók
  • Vatnsbrúsa
  • Vatnsliti og vatnslitapensla

Námsþættir

Sköpun

Listræn vinna og skapandi ferlar gefa nemendum frelsi til að nota eigin reynslu á að umbreyta staðreyndum í þekkingu.

Virk þátttaka

Dregin er fram þekking nemenda með virkri þátttöku þeirra í umræðum um námsefnið. Þar með gefst þeim tækifæri á að móta nám sitt með lýðræðislegum hætti.

Íhugun

Að setja sig í spor dýra í gegnum styrðar hugleiðslur eykur tilfinningu nemenda fyrir náttúrulegu umhverfi sínu og orðaforða dýrafræðinnar.

Hópastarf

Í gegnum hópastarf eflist félagsfærni nemenda og samstarfshæfni.

Umhverfismennt

Vistkerfi og vistgerðir lifna við í huga nemenda og læsi þeirra á náttúruna eykst.

Útinám

Nálgun þar sem reynsla, skynjun og virkni nemenda er í brennidepli.

Náttúruspeki er hér

Bílastæði eru staðsett fyrir ofan hús. Strætisvagn númer 7 stoppar við Álafossveg.

Álafossvegi 31, 270 Mos
Gsm: 6990808