Umsjónakennarinn fær leiðsögn í fjölbreyttum kennsluaðferðum í grunnfögunum ásamt reglulegri handleiðslu yfir veturinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið verður ítarlega yfir kennsluhætti og kennsluaðferðir í umsjónarárgangi ásamt skipulagningu og gerð kennsluáætlana vetursins. Umsjónakennarinn fær aðstoð við að finna fjölbreyttar leiðir til að koma til móts við þarfir nemenda sinna og velja kennsluaðferðir sem falla að hæfniviðmiðum aðalnámskrá grunnskólanna.