Náttúrudagbók

26.500 kr.

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig nýta má náttúrudagbók til að efla umhverfislæsi nemenda og auka orðaforða í náttúrufræði.  Farið verður í vettvangsferð þar sem þátttakendur fá tækifæri til að setja sig í spor nemenda og skrá eigin upplifanir.

Námsmarkmið:

Að vekja áhuga nemenda á náttúrunni og auka meðvitund þeirra á samhengi ólíkra náttúrufyrirbæra.   

Hæfniviðmið aðalnámskrár:

Að nemandi

  • geti skráð atburði og athuganir
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • framkvæmt og útskýrt athuganir úti
  • tekið þátt í náttúrufræðilegum verkefnum og kynnt niðurstöður
  • tekið eftir og rætt atriði í umhverfi sínu
  • sýnt félögum og náttúru alúð
  • lýst reynslu sinni, athugun og upplifum af lífverum í náttúrulegu umhverfi

 

Vöruflokkur:
Nánari lýsing

Náttúrudagbók

Á námskeiðinu er farið yfir helstu kennsluþætti sem þarf til að nýta náttúrudagbók sem skráningarmiðil.  Uppsetning dagbókarfærslna, hugmyndir að verkefnum og mismunandi leiðum til að auka hugtakaskilning nemenda í náttúrufræði.

Lágmark 3 þátttakendur.

Námskeiðið fer fram að Álafossvegi 31 í Mosfellbæ og stendur yfir í 3 klst. Ítarefni og kennsluáætlun fylgir.

Möguleiki er á að panta sérsniðið námskeið sem tekur tillit til nærumhverfi skóla.

  • Klæðnað eftir veðri
  • Vatnsbrúsa
  • Skriffæri

Námsþættir

Virkni og þátttaka

Dregin er fram þekking nemenda með virkri þátttöku þeirra í umræðum um námsefnið. Þar með gefst þeim tækifæri á að móta nám sitt með lýðræðislegum hætti.

Sköpun

Listræn vinna og skapandi ferlar gefa nemendum frelsi til að nota eigin reynslu á að umbreyta staðreyndum í þekkingu með því að virkja ímyndunaraflið.

Áhorf og skoðun

Staðreyndir eru kannaðar með empírískum hætti með því að skoða náttúruna og bera saman við það sem þegar er búið að læra í kennslustofunni.

Upplifunarnám

Hugtök náttúrufræðinnar verða að þekkingu í gegnum áþreyfanleika.

Skrásetning

Athuganir úr nánasta umhverfi eru skráðar með það að ljósi að efla umhverfisvitund og virkja skilningarvit nemenda.

Útinám

Nálgun þar sem reynsla, skynjun og virkni nemenda er í brennidepli.

Náttúruspeki er hér

Bílastæði eru staðsett fyrir ofan hús. Strætisvagn númer 7 stoppar á Álafossvegi.

Álafossvegi 31, 270 Mos
Gsm: 6990808